Breytingar á samningum um viðskiptavakt í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi

Marel abstract

Breytingar hafa verið gerðar á samningum við Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf. um viðskiptavakt með hluti í Marel hf. í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. Breytingarnar eru gerðar í tengslum við innleiðingu á MiFIDII reglugerðinni og taka gildi 1. september 2021.

Verðbil kaup- og sölutilboða skal nú ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Nasdaq Iceland hf. eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið svo sem vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.

Fyrir breytinguna var hámarksmunur kaup- og sölutilboða 1,5%. Samningarnir eru að öðru leyti óbreyttir frá 5. janúar 2021.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password